Við bjóðum reglulega upp á námskeið fyrir skjólstæðinga Grænuhlíðar og almenning
Á Döfinni
-
Markmið og fyrir hverja:
Markmið námskeiðsins er að styrkja tengsl foreldra og barna og læra bjargráð til að takast á við líðan og hegðun í daglegu lífi.
Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 5-8 ára sem glíma við taugaþroskalegar áskoranir og foreldra þeirra.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Harpa Ýr, Alda og Kristín Björg sem eru allar iðjuþjálfar með margra ára reynslu af vinnu með börnum og foreldrum.
Uppsetning tímanna:
- Fyrstu 45 mínúturnar eru börn og foreldrar saman í hagnýtum æfingum og leik.
- Seinni 45 mínúturnar eru börn í leik með iðjuþjálfa á meðan foreldrar fá fræðslu.
Fræðslan nær yfir:
Þroska miðtaugakerfis og skynkerfanna
Taugakerfið, streita og samskipti
Skynúrvinnsla og skynsíur
Svefn, næring og hreyfing
Rútína og dagsskipulag
Heilbrigð mörk
Tímasetning og verð:
Námskeiðið verður Þriðjudaga kl:15:00-16:00 frá 3.feb- 28.apríl 2026
Verð: 168.000.-
Hægt er að skipta greiðslu upp í tvo hluta annars vegar greiðsla fyrir barn sem verður á Abler þar sem hægt er að nýta tómstundastyrk barnsins. Hins vegar greiðsla fyrir foreldra þar sem hægt er að nýta stéttafélagsstyrk til niðurgreiðslu
Hafa má samband við Hörpu til að fá frekari upplýsingar: harpayr@graenahlid.is -
Hnoð eru opnir mánaðarlegir tímar fyrir foreldri og barn sem bjóða upp á gæðastundir í burtu frá daglegum skyldum sem eflir tengsl með aukinni samveru og leik. Æfingarnar gefa tækifæri fyrir óyrt samskipti svo sem augnsamband, snertingu og líkamlegri nánd. Æfingarnar eru af ýmsum toga svo sem úr bootcamp, capoeira, glímu, jóga og fl. Einnig er hægt að nýta æfingarnar heima.
Stundirnar eru hugsaðar fyrir barn og foreldri saman og er æskilegt a barnið sé á aldrinum 8-12 ára. Aðeins fjögur pör (barn og foreldri) komast að í hvern tíma.
Stundirnar eru haldnar einu sinni í mánuði frá 17.30 til 18.30 og er hægt að bóka sig í einn og einn tíma í einu með því að skrá sig hér. Hver tími kostar 3.800 kr.
Tímarnir á vorönn verða á mánudögunum: 26. janúar, 2. febrúar, 2. mars, 13. apríl, 4. maí og 8. júní.
Staðsetning er í salnum í Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð, sundagörðum 2, 104 Reykjavík á 2. hæð.
Dæmi um námskeið sem munu standa til boða síðar eru:
Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra fyrir fæðingu barns
Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra eftir fæðingu barns
Tengslaeflandi fræðsla út frá efni Öryggishringsins (Circle of security) fyrir foreldra barna á öllum aldri
,,Að skilja hegðun barnsins þíns” (Solihull aðferðin)

