Við bjóðum reglulega upp á námskeið fyrir skjólstæðinga Grænuhlíðar og almenning


Á Döfinni

  • Námskeiðslýsing: 

    Á námskeiðinu er lögð áhersla á skoðað hvernig streita hefur áhrif á það hvernig við tökumst á við verkefni og hvað við getum gert til að takast á við hana í daglegu lífi. Námskeiðið býður upp á tækifæri til að kortleggja áskoranir, styrkleika og bjargráð sem þátttakendur geta nýtt til að efla sig, skýra stefnu í lífinu eða við að stíga skref aftur út á vinnumarkað. Áhersla er lögð á að skoða hvaða stefnu við viljum velja í framtíðinni til að hámarka eiginleika okkar.   

      

    Unnið verður bæði einstaklingsmiðað og í hóp með áherslu á að skoða: 

    • Hvað hvetur okkur áfram og hvert viljum við stefna? 

    • Hverjar eru áskoranir í okkar lífi og hvernig viljum við takast á við þær? 

    • Hvernig nýtum við styrkleikar okkar? 

    • Hvaða stuðning þurfum við til að taka næstu skref? 

    • Hvaða leiðir getum við farið til að viðhalda jafnvægi? 

    • Hvernig getum við nýtt reynslu og lærdóm við að stíga aftur út á vinnumarkað? 

      

    Námskeiðið fer fram bæði innan og utandyra í náttúru í nærumhverfi Höfuðborgarsvæðis og er aðgengilegt með almennings samgöngum.  

    Hver tími er 2,5-3 klst í einu í 6 vikur samanstendur af ræðslu, æfingum fyrir taugakerfið, einstaklings og hóp verkefnum í náttúru og ígrundun. Einnig koma þátttakendur í einstaklings viðtöl bæði fyrir og við lok námskeiðs – alls 20 klst. 

    Innifalið í námskeiði er ígrundunardagbók, mappa, skrifæri og hressing í kaffipásum 

    Næsta námskeið hefst 28.ágúst -16.okt. 

    Skráning fer fram á harpayr@graenahlid.is og alda@graenahlid.is 

  • Námskeiðið er ætlað foreldrum og fagaðilum sem koma að umönnun barna allt frá fæðingu til unglingsára. Þátttakendur læra að lesa í þarfir barnanna og þannig styrkja tengslin en einnig er hægt að yfirfæra lærdóm námskeiðs á það hvernig fjölskyldan getur unnið saman sem ein heild. Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku í 10 skipti og hefst 22.október 2025.

    Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn hér að neðan eða á netfangið unnur@graenahlid.is

    Námskeiðið kostar 260.000kr.

  • Markmið og fyrir hverja:

    Markmið námskeiðsins er að styrkja tengsl foreldra og barna og læra bjargráð til að takast á við líðan og hegðun í daglegu lífi.

    Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 5-8 ára sem glíma við taugaþroskalegar áskoranir og foreldra þeirra.

    Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Harpa Ýr, Alda og Kristín Björg sem eru allar iðjuþjálfar með margra ára reynslu af vinnu með börnum og foreldrum.

    Uppsetning tímanna:

     - Fyrstu 45 mínúturnar eru börn og foreldrar saman í hagnýtum æfingum og leik. 

     - Seinni 45 mínúturnar eru börn í leik með iðjuþjálfa á meðan foreldrar fá fræðslu.

    Fræðslan nær yfir:

    • Þroska miðtaugakerfis og skynkerfanna

    • Taugakerfið, streita og samskipti

    • Skynúrvinnsla og skynsíur

    • Svefn, næring og hreyfing

    • Rútína og dagsskipulag

    • Heilbrigð mörk

    Tímasetning og verð:

    Námskeiðið verður frá kl:14:30 til 16:00 á virkum degi einu sinni í viku fyrstu fjórar vikurnar og síðan með tveggja vikna millibil, alls í 10 vikur.

    Verð: 168.000.-

    Hægt er að skipta greiðslu upp í tvo hluta annars vegar greiðsla fyrir barn  sem verður á Abler þar sem hægt er að nýta tómstundastyrk barnsins. Hins vegar greiðsla fyrir foreldra þar sem hægt er að nýta stéttafélagsstyrk til niðurgreiðslu.

    Skráning fer fram hér https://forms.gle/Vj4pThKh4rPTP3nb9


    Hafa má samband við Kristínu til að fá frekari upplýsingar: kristinbjorg@graenahlid.is

Dæmi um námskeið sem munu standa til boða síðar eru:

  • Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra fyrir fæðingu barns

  • Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra eftir fæðingu barns

  • Tengslaeflandi fræðsla út frá efni Öryggishringsins (Circle of security) fyrir foreldra barna á öllum aldri

  • ,,Að skilja hegðun barnsins þíns” (Solihull aðferðin)