Sólrún Erlingsdóttir sálfræðingur hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð

Sólrún Erlingsdóttir

Sálfræðingur

Sólrún býður aðeins upp á fjarviðtöl eins og er.

Óska eftir fjarmeðferð: https://go.karaconnect.com/request/1678/eid

Senda Sólrúnu tölvupóst

  • Kvíði og depurð meðal barna og unglinga

    Sjálfstyrking barna og unglinga

    Samskiptavandi innan fjölskyldna

    Ráðgjöf til foreldra og aðstandanda

    Tengslaeflandi og fjölskyldumiðuð meðferðarnálgun

  • Hugræn atferlismeðferð (HAM)

    Tengslanálgun

    Fjölskyldunálgun

  • 2019-2022: M.Sc. gráða í klínískri barnasálfræði, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: The predictive value of the SWAN scale on reading fluency in a sample of Icelandic children

    2016-2019: B.Sc. gráða í sálfræði, Háskólinn í Reykjavík. Lokaverkefni: The effects of the Newborn Behavioural Observation approach on mothers’ curiosity and interest in interpreting their infants’ mental states

    2012: Stúdentspróf, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

    Endurmenntun

    2023: “Lesið í tjáningu ungbarna” – Newborn Behavioral Observation (NBO), þriggja daga námskeið ásamt þjálfun undir handleiðslu. Haldið af Stefaníu B. Arnardóttur sérfræðingi í fjölskylduhjúkrun í samstarfi við Geðheilsumiðstöð barna í Noregi og Brazelton Institute í Boston.

    2023: Intergrated attachment family therapy, fjögurra vikna námskeið hjá Dafna Lender, barna og fjölskyldu meðferðaraðila, á vegum Trauma Research Foundation þar sem kennd er tengslaeflandi fjölskyldumeðferð út frá hugmyndafræði Theraplay, polyvagal theory og Dyadic developmental psychotherapy.

    2023: Hjálp fyrir kvíðin börn - foreldramiðað HAM námskeið, kennsla hjá Brynjari Halldórssyni, nýdoktor og klínískum sálfræðingi, þar sem áhersla er lögð á að kenna foreldrum hugmyndafræði HAM og að aðstoða þá við að vinna á kvíða barna sinna.

    2023: DBT skills for adolescents and families, sex vikna námskeið um lykilþætti DAM færniþjálfunar fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra.

    2022: Safe and Sound Protocol (SSP), fimm daga tónlistarmeðferð hjá Margréti Gunnarsdóttur sálmeðferðarfræðingi.

    2022: The Story Stem Assessment Profile (SSAP), matsaðferð til að meta tengsl og staðalímyndir barna. Fjögurra daga námskeið hjá Anna Freud Center í London.

    2022: Brosmildu og stilltu börnin, námskeið frá Endurmenntun hjá Ragnheiði B. Guðmundsdóttur fjölskyldufræðings um mat á tengslahegðun barna og foreldra.

    2016: Geðheilsa ungra barna, tveggja daga námskeið hjá Rakel Rán Sigurbjörnsdóttur fjölskyldumeðferðarfræðingur.

  • Sólrún hefur starfað sjálfstætt á stofu síðan vorið 2022. Hún starfaði einnig hjá Geðheilsumiðstöð barna frá 2022-2023, þar sem hún sinnti meðferð og ráðgjöf til barna, ungmenna og foreldra.

    Sem nemi í klínískri sálfræði sinnti Sólrún meðferð fullorðinna í Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Einnig sinnti hún greiningu og meðferð barna á göngudeild BUGL.