Mikilvægi fyrstu áranna
Solrun Erlingsdottir Solrun Erlingsdottir

Mikilvægi fyrstu áranna

Þegar barn fæðist er heili þess afar frumstæður og sér fyrst og fremst um að líffærakerfið virki. Það er samt ekki nóg að bíða eftir að heili barnsins þroskist því það gerist ekki af sjálfu sér. Hvernig hann þroskast er háð aðstæðum og reynslu barnsins og hann er aldrei jafn auðmótanlegur og fyrstu mánuði ævinnar. Það á jafnt við um sjálft líffærið og hugmyndirnar sem þar verða til og eiga þátt í að móta sjálfsmynd barnsins og viðhorf þess til lífsins.

Read More
Bregðast þarf við nýrri þekkingu
Solrun Erlingsdottir Solrun Erlingsdottir

Bregðast þarf við nýrri þekkingu

„Okk­ar hefðbundna lækn­is­fræðilík­an snýst mest um að greina ein­kenni hjá fólki og flokka í ákveðnar rask­an­ir. Meðferðin bein­ist svo að því að laga ein­kenn­in. Þegar þung­lyndis­ein­kenni eru meðhöndluð, er aðallega stuðst við lyf og hug­ræna at­ferl­is­meðferð. Sama má segja um kvíðaein­kenni, áráttu og þrá­hyggju eða ADHD-ein­kenni. Að flokka ein­kenni í mis­mun­andi sjúk­dóma hef­ur verið gagn­legt í rann­sókn­ar­skyni og í sam­bandi við meðferð. Flokk­un­in hef­ur þó skilað tak­mörkuðum ár­angri í að fyr­ir­byggja veik­indi. Skiln­ing­ur á fyr­ir­bær­un­um hef­ur auk­ist mjög mikið, Komið hef­ur fram að tveir lyk­ilþætt­ir í öll­um þess­um rösk­un­um eru eig­in­leik­ar sem verða til snemma á æv­inni.

Ann­ars veg­ar er það hæfi­leik­inn til að tempra til­finn­inga­sveifl­ur eða hvernig okk­ur geng­ur að róa tauga­kerfið þegar við erum í upp­námi. Hins veg­ar er það stýri­færni, sem er hæfi­leik­inn til að ein­beita sér, for­gangsraða hlut­um, skipu­leggja sig, fara eft­ir skipu­lagi og ljúka hlut­um. Þarna kem­ur einnig inn í hvat­vísi og of­virkni.

Read More
Lengi býr að fyrstu gerð: Áhrif áfalla, streitu og erfiðrar reynslu í æsku
Solrun Erlingsdottir Solrun Erlingsdottir

Lengi býr að fyrstu gerð: Áhrif áfalla, streitu og erfiðrar reynslu í æsku

Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að streita og áföll í æsku geta haft mikil áhrif á velferð, þroska og heilsu barna og geta áhrifin varað alla ævi ef ekkert er að gert. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er sérstaklega mikilvægur tími þar sem heilinn er viðkvæmur og auðmótanlegur á þeim tíma. Þegar barn upplifir langvarandi streitu geta orðið breytingar á starfsemi og uppbyggingu heilans, ásamt truflun á starfsemi hormóna-, ónæmis- og taugakerfis. Með tímanum minnkar viðkvæmni og mótanleiki heilans og krefjast breytingar á heilastarfseminni síðar á ævinni meiri fyrirhafnar. Sú vitneskja sýnir að á fyrstu æviárum barna gefst gullið tækifæri til þess að stuðla að heilbrigðu þroskaferli og velferð þeirra. Tengsl hafa fundist á milli áfalla í æsku, heilsubrests á fullorðinsárum og auknum líkum á örorku. Einstaklingar eru þá í aukinni hættu á að vera óvirkir í samfélaginu og því getur tapast mikill mannauður. Síðast en ekki síst getur skapast aukin þjáning af skertum lífsgæðum og erfiðri félagslegri stöðu þessa hóps. Allt þetta leiðir til mikils kostnaðar, s.s. í heilbrigðis-, félags- réttar- og menntakerfinu. Snemmtæk inngrip eru mjög mikilvæg og þjóðhagslega hagkvæm, til að grípa inn í aðstæður barna sem búa við langvarandi streitu og erfiðleika til að fyrirbyggja og/eða minnka afleiðingar. Það er þó aldrei of seint að grípa inn í og bæta líðan og velferð ef viðeigandi úrræði eru til staðar. Til þess að koma í veg fyrir þær alvarlegu afleiðingar sem áföll í æsku geta haft, þarf að bæta menntun fagfólks, tryggja snemmtæk, viðeigandi inngrip á öllum stigum kerfisins og auka samvinnu stofnana í málefnum barna.

Read More