Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð

Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir

Fjölskyldufræðingur

Senda Rakel Rán tölvupóst

  • Börn undir grunnskólaaldri og umönnunaraðilar þeirra

    Fjölskyldur sem eru í þjónustu hjá barnaverndarnefndum

    Fósturbörn og fósturforeldrar

    Börn sem hafa orðið fyrir tengslarofi

    Foreldrar með fíknivanda eða annan geðvanda

  • Rakel Rán notast við tengslamiðaða fjölskyldumeðferð með áherslu á geðheilsu ungra barna og umönnunaraðila þeirra. Meðferðin byggir á fjölskyldumeðferð, tengslakenningum (e. attachment theory) og sálgreiningu (e. psychoanalytic models) og er studd af kenningum um þroska barna (e. child development theory) og rannsóknum í taugavísindum. Á ensku er talað um meðferðir af þessu tagi sem Parent-Infant meðferðir og eru þær notaðar allt frá meðgöngu til fimm ára aldurs barns, misjafnt eftir aðferðum þó. Þegar talað er um foreldra í þessu samhengi á það við um alla foreldra, óháð því hvernig foreldrið kom inn í líf barnsins.

  • Rakel Rán útskrifaðist með meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá félagsráðgjarfadeild Háskóla Íslands árið 2011. Hún lauk einnig námi á meistarastigi í Parent-Infant Mental Health frá sálfræðideild Univeristy of Massachusettes Boston árið 2015.

    Hún hefur setið fjölda námskeiða, fyrirlestra og ráðstefna um málefni tengd fjölskyldumeðferð, geðtengslum og áföllum. Meðal námskeiða eru:

    Circle of Security Parenting. Circle of Security International.

    Foster Pride. Barnaverndarstofa.

    Trauma Focused CBT. Endurmenntun Háskóla Íslands.

    Parent-Infant Psychotherapy. Anna Freud Center, London.

    Therapeutic Parenting. Sarah Naish.

    Newborn Behavioral Observation. Brazelton Institute, Boston.

    Hypnotherapy. Diploma í meðferðardáleiðslu.

    Áhugahvetjandi viðtalstækni námskeið á vegum LHS.

    Áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Ráðgjafarskóli Íslands.

    Sálræn skyndihjálp. Rauði krossinn.

  • Frá 2011 hefur Rakel Rán að mestu starfað sjálfstætt sem fjölskyldufræðingur ásamt því að starfa á stöðum þar sem unnið er að velferð barna og umönnunaraðila. Má þar nefna forvarnar- og meðferðarteymi barna HSS, Miðstöð foreldra og barna, sem deildarstjóri barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum og sem fósturforeldri tveggja ungra barna.

    Fyrir árið 2011 starfaði hún meðal annars sem ráðgjafi á Landspítala háskólasjúkrahúsi í tæp fimm ár, bæði á Teigi (áfengis- og vímuefnameðferð) og á dagdeild átraskana. Þá hefur hún einnig starfað á leikskólum og sambýlum, svo eitthvað sé nefnt.