Þjónustubeiðnir


Teymi Grænuhlíðar fjölskyldumiðstöðvar tekur við þjónustubeiðnum sem varða börn og ungmenni á aldrinum 0 til 25 ára og fjölskyldur þeirra. Tekið er við beiðnum frá heilbrigðisstarfsmönnum, sérhæfðu fagfólki leik/skóla, þjónustumiðstöðvum og barnaverndum.

Svo að þjónustubeiðni sé tekin gild þarf að fylla út beiðnablað hér að neðan. Einnig þarf að skila undirritaðri samþykkisyfirlýsingu og öðrum gögnum sem styðja við umbeðna þjónustu s.s. umsagnir frá öðrum meðferðaraðilum og/eða greiningarniðurstöður.

Finna má þjónustubeiðni til útprentunar hér og til rafrænnar útfyllingar hér.

Finna má samþykkisyfirlýsinguna hér.

Senda skal tilvísanir með Signet Transfer í gegnum fyrirtækjahólf Grænuhlíðar fjölskyldumiðstöðvar eða með ábyrgðarpósti.

Sé málið brýnt er mikilvægt að því sé sinnt án tafar og hvetjum við fólk til að hafa samband við afgreiðslu Bráðateymis Barna- og unglingageðdeildar sem er opin á milli kl 8-16 virka daga í síma 543-4300, bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins sem er opin allan sólahringinn í síma 543-1000 eða neyðarlínuna 112.