Bregðast þarf við nýrri þekkingu

Geðlækn­ir­inn Anna María Jóns­dótt­ir tel­ur að efla megi geðheil­brigði fólks með for­varn­ar­starfi. Nálg­ast megi geðheil­brigði úr fleiri átt­um en hingað til hef­ur verið gert. 

Anna María hef­ur vakið at­hygli á því hversu mik­il­væg fyrstu ár æv­inn­ar eru og nú sé kom­inn tími til að bregðast við niður­stöðum rann­sókna síðustu ára­tuga. „Það sem mér finnst áhuga­verðast, af því sem er að ger­ast í geðlækn­is­fræðinni um þess­ar mund­ir, eru rann­sókn­ir á síðustu tutt­ugu til þrjá­tíu árum sem sýna hvernig geðrask­an­ir á full­orðins­ár­um byrja að þró­ast í barnæsku.

Þetta höf­um við vitað lengi en núna eru að koma fram rann­sókn­ir sem sýna okk­ur á skýr­ari hátt hvernig þetta get­ur gerst. Við sjá­um það sem get­ur raskað taugaþroska ein­stak­linga, þannig að þeir verða viðkvæm­ari fyr­ir álagi, streitu og áföll­um síðar á æv­inni. Við sjá­um einnig rann­sókn­ir sem sýna hvernig hægt er að minnka skaðann og von­andi fyr­ir­byggja þessa þróun. For­varn­ir eru lyk­ill­inn en hingað til höf­um við hugsað um for­varn­ir á unglings­ár­um og höf­um gert heil­mikið í því. En þess­ar rann­sókn­ir sýna okk­ur að for­varn­ir þyrftu í raun að byrja strax á meðgöngu,“ seg­ir Anna María þegar Sunnu­dags­blaðið ósk­ar eft­ir því að fá inn­sýn í þessa þróun.

Á meðgöngu og í frum­bernsku er mik­il­vægt mót­un­ar­skeið fyr­ir heil­ann, að sögn Önnu Maríu. 

„Á meðgöngu má segja að heil­inn sé á mik­il­væg­asta mót­un­ar­skeiði lífs­ins og mjög mik­il­væg­ir hlut­ir ger­ast á meðgöng­unni í sam­bandi við taugaþroska. Svipað má segja um fyrstu mánuðina og árin eft­ir fæðingu. Við höf­um ekki haft þessa þekk­ingu fyrr en ný­lega. Síðustu tutt­ugu til þrjá­tíu árin hef­ur þekk­ing á þessu farið vax­andi og nú er kom­inn tími til að bregðast við. Við þurf­um að láta þessa þekk­ingu hafa áhrif á það hvernig við efl­um geðheil­brigði fólks.“  

Tveir lyk­ilþætt­ir

Anna María velt­ir fyr­ir sér hvort ekki megi beita öðrum aðferðum en gert er, nú þegar skiln­ing­ur­inn hef­ur auk­ist. 

„Okk­ar hefðbundna lækn­is­fræðilík­an snýst mest um að greina ein­kenni hjá fólki og flokka í ákveðnar rask­an­ir. Meðferðin bein­ist svo að því að laga ein­kenn­in. Þegar þung­lyndis­ein­kenni eru meðhöndluð, er aðallega stuðst við lyf og hug­ræna at­ferl­is­meðferð. Sama má segja um kvíðaein­kenni, áráttu og þrá­hyggju eða ADHD-ein­kenni.  Að flokka ein­kenni í mis­mun­andi sjúk­dóma hef­ur verið gagn­legt í rann­sókn­ar­skyni og í sam­bandi við meðferð. Flokk­un­in hef­ur þó skilað tak­mörkuðum ár­angri í að fyr­ir­byggja veik­indi. Skiln­ing­ur á fyr­ir­bær­un­um hef­ur auk­ist mjög mikið, Komið hef­ur fram að tveir lyk­ilþætt­ir í öll­um þess­um rösk­un­um eru eig­in­leik­ar sem verða til snemma á æv­inni. 

Ann­ars veg­ar er það hæfi­leik­inn til að tempra til­finn­inga­sveifl­ur eða hvernig okk­ur geng­ur að róa tauga­kerfið þegar við erum í upp­námi. Hins veg­ar er það stýri­færni, sem er hæfi­leik­inn til að ein­beita sér, for­gangsraða hlut­um, skipu­leggja sig, fara eft­ir skipu­lagi og ljúka hlut­um. Þarna kem­ur einnig inn í hvat­vísi og of­virkni. Þess­ir þætt­ir eru í raun og veru grunnstoðir í geðheil­brigði og seiglu ein­stak­lings. Stofn­un hjá Har­vard, sem heit­ir Center for the Develop­ing Child, hef­ur gefið út efn­is­mikl­ar leiðbein­ing­ar í sam­bandi við taugaþroska barna og fyrstu árin. Sam­kvæmt þeim eru þetta tveir lyk­ilþætt­ir í geðheilsu og jafn­framt það sem fer úr­skeiðis í flest­um geðrösk­un­um en hef­ur mis­mun­andi birt­ing­ar­mynd­ir.“ 

Hluti úr grein sem skrifuð var af Kristjáni Jónsyni fyrir Sunudagsblað Morgunblaðsins 07. 08. 2022 og birt á mbl.is.

Previous
Previous

Mikilvægi fyrstu áranna

Next
Next

Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra