Styrktu Góðgerðarfélag Grænuhlíðar – Styðjum fjölskyldur saman
Góðgerðarfélag Grænuhlíðar var stofnað til að tryggja að börn, unglingar og fjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda geti fengið aðstoð – óháð fjárhag. Með þínum stuðningi getum við veitt þeim sem standa höllum fæti aðgang að fjölbreyttri, sérhæfðri og umvefjandi meðferð sem getur skipt sköpum í lífi þeirra.
Hvernig styrkir þínir nýtast:
🌿 Aukið aðgengi fjölskyldna að meðferð og námskeiðum
Styrkir gera okkur kleift að lækka kostnað fyrir fjölskyldur sem annars hefðu ekki ráð á meðferð. Þetta getur verið lífsnauðsynlegur stuðningur fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða, áföll, erfiðleika í samskiptum eða aðra vanlíðan og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er að hægt sé að veita fjölskyldum aðgengi að viðeigandi þjónustu snemma og án tafar.
🌿Kaup á sérhæfðum búnaði sem bætir þjónustuna
Til að bjóða fjölskyldum sérsniðna, heildræna og faglega þjónustu þurfum við fjölbreyttan búnað – allt frá list og leikmeðferðarefni og iðjuþjálfunar og skynjöfnunartólum til búnaðar sem styður við tengslamiðaða fjölskyldumeðferð. Framlögin gera okkur kleift að skapa rými sem styður við ólíkar þarfir fjölskyldna og mismunandi meðferðarnálganir.
Af hverju að styrkja Góðgerðarfélag Grænuhlíðar?
Framlagið þitt fer beint í að styðja börn, unglinga og fjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda.
Þú tryggir jafnt aðgengi að meðferð fyrir þá sem hafa lítið milli handanna.
Með þinni hjálp getum við boðið sérsniðna, heildræna og fjölbreytta meðferð sem hentar ólíkum þörfum fjölskyldna.
Þú tekur þátt í samfélagi sem lætur sig aðra varða.
Góðgerðarfélag Grænuhlíðar
Kennitala: 530825-0430
Reikningsnúmer: 0515-14-009854
Takk fyrir þitt framlag - Saman byggjum við upp samfélag þar sem öll fá tækifæri til að blómsta!

